Stuðningur heimsþekktra fræðimanna í friðarmálum við forsetaframboð Ástþórs

Þeir telja allir að hugmyndir Ástþórs um forsetaembættið til friðar- og lýðræðisþróunar í heiminum hafi raunverulega möguleika til árangurs.

Hvernig Ástþór Magnússon vill Virkja Bessastaði með því að gera forseta Íslands að leiðandi afli til friðar í heiminum er hugmyndafræði sem var þróuð í samvinnu við áhrifafólk í friðarmálum og heimsþekkta fræðimenn.

Meðal stofnenda Friðar 2000 árið 1995 var fyrrum forsætisráðherra Íslands Steingrímur Hermannsson sem mætti á stofnfund samtakanna í Háskólabíó þar sem hundruð íslendinga tóku þátt á annað hundrað friðarsamtök um allan heim gerðust meðstofnendur.

Hér eru þrír af helstu frumkvöðlum í friðarmálum heims sem allir hafa lýst yfir stuðningi við foretaframboð Ástþórs Magnússonar.

Prófessor Johan Galtung, virtasti fræðimaður heims í friðarmálum

Johan Galtung kom til Íslands til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframboð Ástþórs Magnússonar. Hann hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands um hugmyndafræðina að Virkja Bessastaði. Hann fer yfir þetta í myndbandi hér.

galtung_johan_author

Friðarverðlaunahafi, forsetinn sem kom á friði

Oscar Arias Sanchéz, friðarverðlaunahafi Nóbels 1987 og forseti Costa Rica frá 1986-1990, skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann lýsir því að hugmyndir Ástþórs að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðisþróunar í heiminum séu raunhæfar til árangurs. Hér má lesa greinina

Ástþór hitti Oscar Arias í Costa Rica og þessi mynd birtist af þeim í bókinni Virkjum Bessastaði.

Dietrich Fischer leiðandi prófessor og frumkvöðull í friðarmálum. Ráðgjafi S.Þ.

Prófessor Dietrich Fischer frumkvöðull í friðarmálum var MacArthur fellow in International Peace and Security hjá Princeton háskóla í bandaríkjunum og síðan stofnandi friðarháskóla í Evrópu.

Dietrich kom til Íslands og lýsti yfir stuðningi við hugmyndir Ástþórs um að Virkja Bessastaði í Kastljós viðtali. Dietrich skrifaði grein í Morgunblaðið um hvernig reynt var að grafa undan framboðinu þannig að það minnti á það sem hann varð vitni að undir einræðisherranum Slobodan Milosevic í Júgoslavíu árið 1992.

Greinin úr Morgunblaðinu er birt hér að neðan.

DietrichFischerProfessor

Reynt að þagga niður stuðninginn

Því miður var ýmislegt gert hér á landi til að grafa undan forsetaframboði Ástþórs og kynningum á hugmyndafræðinni að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðisþróunar.

Eitt öfgafyllsta dæmið var Kastljós viðtal við Dietrich Fischer árið 2004.  Úr viðtalinu var klippt flest það sem skipti máli áður en það var sent út á ríkisfjölmiðlinum. Dietrich skrifaði eftirfarandi í Morgunblaðið:

Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgoslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic.

"Ég vonast til að útgáfa viðtalsins við mig verði birt í fullri lengd og óritskoðuð fyrir kosningarnar 26. júní..."

TIL þeirra er málið varðar:

Dagana 11.-13. maí var ég staddur á Íslandi. Ríkissjónvarpið tók 45 mínútna viðtal við mig í tengslum við komandi forsetakosningar hér á landi. Þar sem viðtal þetta fór fram á ensku átti það að vera birt með íslenskum texta. Því var útsendingunni frestað. Ég heyrði rétt í þessu frá Ástþóri Magnússyni (ég styð málstað hans í friðarmálum) og hann tjáði mér að einungis tíu mínútna brot úr viðtalinu hefði verið birt í sjónvarpinu í kvöld og var þar ekki minnst einu orði á áhersluþætti mína um það hvernig forsetaembætti Íslands gæti beitt sér í friðarmálum á alþjóðavettvangi né heldur var minnst á hvað Ástþór Magnússon hyggst gera nái hann kjöri.

Ég nefndi og studdi eftirtalin þrjú markmið hans en heyrði að þau hefðu öll verið tekin út úr viðtalinu:

(1)að koma á fót stofnun í lýðræðisfræðum sem muni stuðla að virkara lýðræði, sem fyrirmynd fyrir alla heimsbyggðina;

(2)að breyta bandarísku herstöðinni á Íslandi í höfuðstöðvar friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna;

(3)koma á friðarstofnun þar sem leitað verður úrlausna á málum deiluaðila víða að úr heiminum þar sem þeir geta hist ásamt reyndum sáttasemjurum.

Einnig benti ég á að þrátt fyrir að Ísland sé lítið land gæti það samt sem áður haft mikið forskot í að stuðla að friði. Ég minntist á tvo forseta í þessu sambandi:

Árið 1973 bauð forseti Finnlands, Urho Kekkonen, öllum ríkisstjórnum í Evrópu til ráðstefnu í Helsinki um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem stóð til 1975, og undirbjó jarðveginn fyrir endalok kalda stríðsins.

Árið 1986 fundaði forseti Costa Rica, Oscar Arias Sanchez, með öðrum forsetum Mið-Ameríku og gerði samkomulag sem undirritað var af öllum forsetunum, sem endaði Contra-stríðið í Nicaragua, og varð að grundvelli annarra svipaðra friðarsáttmála í El Salvador og Guatemala.

Ég skýrði frá því að Ástþór Magnússon myndi, ef hann yrði kosinn forseti Íslands, nota þau tækifæri sem gæfust sökum stöðu hans, til að koma Íslandi á kortið sem uppsprettu friðar í heiminum.

Mér var tjáð að öllum þessum þáttum, sem voru kjarni umræðu minnar, hefði verið sleppt þegar hluti viðtalsins var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ég verð að játa að ég er hneykslaður. Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgoslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic.

Ég vonast til að útgáfa viðtalsins við mig verði birt í fullri lengd og óritskoðuð fyrir kosningarnar 26. júní, til þess að gefa íslenskum kjósendum kost á að ákveða sjálfir hvort þeir séu sammála eða ósammála þeim skoðunum sem ég lét í ljós, í stað þess að einhver komi fram við kjósendur eins og börn sem ákveðið er fyrir hvað þau mega sjá og hvað ekki.

Ég er þakklátur fyrir það tækifæri sem ég fékk til að tjá mínar skoðanir, en ég varð samt sem áður fyrir vonbrigðum þegar þær voru afskræmdar með því að klippa burtu kjarnann í máli mínu.

Með bestu kveðjum
Dr. Dietrich Fischer

 

Skrá mig til leiks

Load More