Stefnumálin

Ég vil virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðisþróunar

Sameiningartákn þjóðarinnar

Forsetinn skal starfa sem hlutlaust sameiningartákn þjóðarinnar. Ég hef engar tengingar við stjórnmálaflokkana né starfað með þeim og þessvegna vel til þess fallinn að vera hlutlaus umboðsmaður allrar þjóðarinnar á Bessastöðum.

Virkara lýðræði og málsskotsréttur

Forsetinn skal stuðla að virku lýðræði á Íslandi og þjóðinni verði gefinn kostur á aukinni þáttöku með þróun á beinu lýðræði með nútíma tækni. Forsetinn skal nota málskotsréttinn til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar.

Ég var fyrstur samtímamanna að vilja virkja málskotsrétt forsetans til aukinnar þátttöku almennings í lýðræðinu. Hugmyndafræði mín kom fyrst fram opinberlega árið 1995. Síðan í ritinu Virkjum Bessastaði árið 1996 og með stofnun Lýðræðishreyfingarinnar 1998.

Leiðandi til friðar- og lýðræðisþróunar

Forseti Íslands fái nýtt hlutverk sem alþjóðlegur talsmaður friðar og mannréttinda. (Tengist þeirri hugmynd að á Íslandi rísi friðarháskóli og þróunarmiðstöð lýðræðis, friðar og mannréttinda, friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna boðin aðstaða á Keflavíkurflugvelli og forsetaembættið vinni markvisst að því að fá til Íslands tengda starfsemi).

Fjölmargir fræðimenn á sviði friðarmála eru mér sammála að Ísland gæti orðið leiðandi til friðar og lýðræðisþróunar í heiminum. Svari Íslendingar kallinu mun hér rísa nýr og jákvæður atvinnuvegur sem gæti fært þúsundum Íslendinga blómleg störf í framtíðinni.

Forsetasamningurinn

Ég legg fyrir þjóðina Forsetasamning minn sem tekur gildi verði ég kjörin forseti Íslands.

1.grForsetasamningurinn.  Aðilar að þessum samningi eru: Ástþór Magnússon Wium kt. 040853-2519 (forsetinn) og kjósendur Ástþórs Magnússonar.

2.grSameiningartákn þjóðarinnar.  Forsetinn skal áfram starfa sem hlutlaust sameiningartákn þjóðarinnar en með þeim áherslubreytingum sem kynntar eru í 3-5 gr.

3.grRíkisráðið.  Ný lög skulu lögð fyrir forsetann á fundum Ríkisráðs. Í þeim tilfellum sem forsetinn er staddur erlendis þegar halda þarf Ríkisráðsfundi, mun forsetinn leitast við að nota nútíma fjarfundartækni til þáttöku í viðkomandi fundi og þannig tryggja að forsetinn sé sá öryggisventill fyrir þjóðina sem ætlast er til í stjórnarskrá lýðveldisins hvað varðar gildistöku nýrra laga frá Alþingi eða Ríkisstjórn.

4.grVirkara lýðræði og málskotsréttur.  Forsetinn skal stuðla að virku lýðræði á Íslandi og þjóðinni verði gefinn kostur á aukinni þáttöku með þróun á beinu lýðræði með nútíma tækni. Forsetinn skal nota málskotsréttinn til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar.

5.grÍsland fyrirmynd friðar.  Forsetinn mun hafa frumkvæði að því að kynna einstaka sögu Íslensku þjóðarinnar sem fyrirmynd friðar á alþjóðlegum vettvangi og stofna til víðtæks alþjóðlegs samstarfs um að á Íslandi rísi stjórnstöð alþjóðlegs friðargæsluliðs er geri einstökum þjóðum mögulegt að leggja niður heri sína og gera varnarsamninga við hið alþjóðlega friðargæslulið.

Ástþór Magnússon

Fyrst kynnt árið 1996 og síðan undir heitinu „Forsetasamingurinn“ í febrúar 2004.

 

Skrá mig til leiks

Load More