Hvers vegna er Ástþór alltaf að bjóða sig fram?

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi kemur að Rauða borðinu og segir frá sér, framboði sínu, stefnu og sýnum í viðtali við Gunnar Smára Egilsson. Rætt er um árið 2025 og hvað gerist þá en Ástþór ritaði þetta ártal í bókina Virkjum Bessastaði fyrir þrjátíu árum.

Hvers vegna er Ástþór alltaf að bjóða sig fram?

Viðtalið gefur nokkuð góða yfirsýn um viðskiptaferil Ástþórs og aðdraganda þess að Friður 2000 var stofnað og hvernig samtökin hafa starfað. Ástþór spáði fyrir um efnahagshrun á Íslandi í forsetaframboðinu 1996 sem leiddi til mikilla mótspyrnu gegn honum frá ráðamönnum. Efnahagshrunið kom nokkrum árum síðar og leiddi til búsáhaldabyltingarinnar. Fjallað er um friðarflugið til Írak og hvernig það varð til að afstýra styrjöld. Ástþóri og Friði 2000 voru afhent mannúðarverðlauna Grísku kirkjunnar að þessu tilefni.

Skrá mig til leiks

Load More