Forsetaframboð 2024

Forseti með framtíðarsýn

Ástþór Magnússon svarar spurningu 9 ára stelpu

Oft var þörf en nú er nauðsyn. Nú eru nær 30 ár síðan ég bauð mig fyrst fram til embættis Forseta Íslands árið 1996.

Á þessu tímabili lýsti ég því hvernig styrjaldarástand myndi þróast sem gæti ógnað velsæld of framtíð okkar ef ekki yrði gripið í taumana með nýrri hugmyndafræði í alþjóða stjórnmálum. Því miður reyndist ég sannspár.

Við erum nú komin í styrjöld við vinaþjóð okkar í Rússlandi. Í mið austurlöndum er allt á suðurpúnkti og margir telja að sú styrjöld muni breiða úr sér til nærliggjandi landa. Í raun er hætta á að þetta ástand þróist í heimsstyrjöld.

Íran gæti dregist inní styrjöldina með afgerandi hætti og þá er hætt við að Rússar og Kínverjar fylgi með inní styrjöld gegn vesturlöndunum.

Það væri mjög vanhugsað af Íslenskri þjóð að kjósa inná Bessastaði annan forseta með það hlutverk að fara í "opinberar heimsóknir" á milli húsa í heimabyggð sinni. Nú þurfa Íslendingar að Virkja Bessastaði og nýta embætti Forseta Íslands til að stuðla að friði á alþjóða vettvangi.

Áður fyrr hélt ég kannski að hægt væri að finna annan betri en mig til þessa verks. En eftir að horfa uppá 30 ára sögu forsetaembættisins síðan ég fyrst bauð mig fram árið 1996, er ég komin á þá skoðun að það verði erfitt að finna sterkari einstakling í embætti forseta Íslands. Ég læt ekki bugast og ég er ekki til sölu.

Ég mun Virkja Bessastaði og gera embættið stærra og meira og um leið öfluga tekjulind fyrir Íslenska þjóð með því að laða til landsins alþjóðastofnanir friðar og mannréttinda.

Load More