Egill Helgason hefur talað

Egill Helgason hefur talað

Boðskapurinn um hlutverk Íslands í friðarmálum er loks að ná til fólks eftir 28 ára baráttu fyrir daufum eyrum. Lítill tími er nú til stefnu áður en Ísland dregst inn í alvarleg stríðsátök sem ógna framtíð okkar. Tafarlaust þarf að grípa í taumana með þjóðarátaki til friðar.

Ástþór var vakinn með sýnum nánast á fertugsafmælinu fyrir þremur áratugum. Gekk frá blómlegu fyrirtæki, seldi einkaþotuna, stofnaði samtökin Friður 2000 og gaf út bókina Virkjum Bessastaði sem snýst um að forseti Íslands gerist leiðandi afl til friðar á alþjóðavettvangi. 

Árið 2025 var sýnt og Ástþór þannig undirbúinn fyrir áratuga friðarbaráttu á móti straumnum. Þessu er lýst í ljóði í bókinni sem er öllum aðgengileg án endurgjalds á vefnum nuna.is 

Undanfarið hefur þeim fjölgað sem sjá í hvað stefnir. Hernaðarsérfræðingar segja meiri líkur en minni á styrjöld með kjarnorkuvopnum og Ísland verði eitt fyrsta skotmarkið. 

Einn helsti stjórnmálaskýrandi landsins hefur bæst í þann hóp sem hefur vaknað af þyrnirósarsvefninum. Egill Helgason lýsti því yfir í sjónvarpi allra landsmanna í gærkveldi að hann sé sammála Ástþóri og spáir því að Ástþór vinni forsetakosningarnar 1 júní 2024. 

Egill sterki hefur talað og nú er það þjóðarinnar að láta spádóminn rætast.

Ástþór Magnússon ávarp 10 apríl 2024
Load More