Takk fyrir þátttökuna

Má ég biðja þig um smá aðstoð?

Erum á lokametrunum að klára meðmælendalistana. Mér þætti mjög vænt um ef þú myndir smella á linkinn hér til að kvitta á listann á island.is

Þú vannst mánaðaráskrift hjá Brotkast.is

Okkur er ánægja að senda þér gjafabréf með mánaðar áskrift í Podkastið Brotkast.is að verðmæti 1990kr. Áskriftin gefur þér einnig aðgang að öllu viðtalinu við Ástþór. Gjafabréf er sent á netfangið sem þú skráðir.

Einnig aðgengilegt hér: %CERTIFICATE_LINK%

%CERTIFICATE_LINK% %CONTACT_ALL%
%FACEBOOK_SHARE% %TWITTER_SHARE%

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, er gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Ástþór er ekki að bjóða sig fram í fyrsta skipti en hann hefur í þrjátíu ár verið mjög stefnufastur þegar hann hefur talað fyrir hlutverki íslenska forsetaembættisins sem boðbera friðar á heimsvísu. Ástþór telur að möguleikar embættisins séu mjög vannýttir og er sannfærður um að Ísland geti skipt sköpum í því að stuðla að friðarviðræðum bæði fyrir botni Miðjarðarhafs og í Úkraínu. Ástþór telur einnig að mikil undiralda sé hjá þjóðum heims um að höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna verði færðar frá Bandaríkjunum og sér hann fyrir sér að þær gætu vel risið hér á Íslandi. Segir hann að það myndi færa þjóðarbúinu mörg hundruð milljarða í tekjur árlega. Í þessu viðtali fer Ástþór ítarlega yfir stefnumál sín auk þess að segja frá lífshlaupi sínu og viðskiptasögu, sem hefur á köflum verið ævintýraleg, en sjálfur segist hann hafa byrjað viðskiptaferil sinn einungis 12 ára gamall. Mjög áhugavert viðtal sem við mælum eindregið með.

Skrá mig til leiks

Load More