Umræða um stöðu heilbrigðismála á Vesturlandi er áhyggjuefni. Ísfirðingar svo og meirihluti þjóðarinn hafa lýst óánægju með ástandið. Aðgangur að mannsæmandi heilbrigðisþjónustu eru stjórnarskrárbundin réttindi. Forseta Íslands ber að standa vörð um slík réttindi þjóðarinnar.
Ástþór vill tryggja Íslendingum bætta þjónustu í heilbrigðismálum með því að Virkja Bessastaði og auka þjóðartekjur um leið Íslendingar láta gott af sér leiða til friðarmála. Sumir spyrja hvernig er þetta hægt? Ástþór fer yfir þessa hugmyndafræði og svarar Ísfirðingum í beinni útsendingu.
Hittingur Ísafjörður – Vesturland
Með skráningu á fundinn má senda tillögu/spurningu.
Hvernig forseti Íslands getur aukið atvinnu og velsæld á vesturlandi. Taktu þátt í umræðunni á opnum borgarafundi heiman úr þinni stofu kl. 20:00 fimmtudagskvöld.
Með því að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðismála getum við aukið þjóðartekjur um sex hundruð milljarða og skapað 21 þúsund störf. Ísfirska fyrirtækið Kerecis sem á stuttum tíma varð eitt verðmætasta fyrirtæki landsins er lýsandi dæmi um tækifærin á vestfjörðum fyrir nýsköpun og erlenda samvinnu. Þar mætti staðsetja alþjóðlegan friðarháskóla og þjálfunarbúðir friðargæsluliða. Harðbýlt landslagið gæti hentað slíku einstaklega vel.
Þegar er kominn vísir að alþjóðlegri menntastofnun á Ísafirði með samstarfi SIT (School for International Training) og UW (Háskólasetur Vestfjarða). SIT er með námsbraut fyrir Frið & Réttlæti og tilvalið að opna þá námsbraut á Ísafirði sem hluta af átakinu Virkjum Bessastaði.
UN ITS (Samþætt þjálfunarþjónusta Sameinuðu þjóðanna fyrir friðargæslu) er með margvíslega kennslu fyrir fólk allstaðar að úr heiminum. POTI (Þjálfunarstofnun friðaraðgerða) sem er sjálfseignarstofnun hefur þjálfað tæplega tvær milljónir manns frá 195 löndum til friðargæslustarfa kostað af nokkrum ríkjum án stuðnings bandaríkjanna. Í samvinnu við þessar stofnanir mætti setja af stað friðargæslunám á vesturlandi.
Samhliða því að koma á fót endurbættum stofnunum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þarf auðvitað að leysa úr þeim vandamálum sem blasa við eins og á vestfjörðum. Sveitarfélögin hafa talað um að svæðið sé ekki samkeppnishæft vegna vandamála við samgöngur, fjarskipti og raforku. Einnig hefur verið rætt um endurbætur á flugvöllum og jafnvel að koma á millilandaflugi frá vestfjörðum. Flugvellir þar eru hinsvegar vel til þess fallnir að nota við þjálfun flugmanna friðargæslunnar sem þurfa að kunna að fljúga í erfiðum aðstæðum. Raforkumál má leysa með nýjum umhverfisvænum lausnum sem nú finnast, og í fjarskiptum eru nú komnar lausnir með gervihnöttum. Vestfirðingar ættu því að taka höndum saman að Virkja Bessastaði og setja sig á kortið sem alþjóðlegan stað fyrir þjálfun friðargæslunnar.
Hver er Ástþór?
Ástþór fékk sýnir fyrir þrjátíu árum sem urðu til þess að hann yfirgaf blómlegt fyrirtæki og seldi einkaþotuna til að stofna alþjóðleg friðarsamtök.