Íslendingar hafa löngum álitið sig vopnlausa og friðsama þjóð sem fari ekki með stríði gegn öðrum þjóðum. Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland undirstrikar þetta. Vegna frétta af vopnakaupum Íslendinga er þess óskað að forseti Íslands svari eftirfarandi spurningum:
Bar einhver upp við forseta á ríkisráðsfundi eftirtaldar ákvarðanir:
-
Að Ísland gerðist þátttakandi í styrjöld á erlendri grund
-
Að Ísland tæki að sér flutninga á vopnum til slíkrar styrjaldar
-
Að Ísland kaupi vopn til slíkrar styrjaldar fyrir skattfé þjóðarinnar
-
Ef einhver bar þetta upp við forseta á ríkisráðsfundi, hver var sá aðili og hvaða dag var slíkt erindi kynnt forseta Íslands?
Afstaða forseta er mjög mikilvæg í þessu máli nú þegar þjóðin er að kjósa nýjan forseta. Tryggja þarf að það sé þjóðinni og væntanlegum forseta og stjórnmálastéttinni ljóst að stjórnarskráin, þjóðaröryggisstefnan og siðareglur ríkisstjórnarinnar eru leikreglurnar.
Bréf þetta verður kynnt fyrir fjölmiðlum og svör forseta Íslands eða hvort hann svari ekki, verður kynnt á fundi með forsetaframbjóðendum miðvikudaginn 8 maí hafi þau borist.
Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála. Grundvallarforsenda stefnunnar sé staða Íslands sem herlaust land sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Að tryggja víðtæka öryggishagsmuni Íslands með virku alþjóðasamstarfi á grundvelli alþjóðalaga og með friðsamlega lausn deilumála, afvopnun, virðingu fyrir lýðræðislegum gildum, mannréttindum og réttarríkinu
Í hátíðarræðum hafa ráðamenn gjarnan vísað til þessa eins og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir gerði 17. júní 2022: “”Í þessu ölduróti hefur utanríkisstefna Íslands verið skýr. Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana. … fyrir friði og afvopnun … Síðastnefnt er ekki síst mikilvægt nú þegar mörg ríki heims auka útgjöld til hermála. Einmitt við þær aðstæður er afar brýnt að afvopnun verði áfram í forgrunni, að veröldin ani ekki út í nýtt vígbúnaðarkapphlaup með tilheyrandi hörmungum, og komið sé böndum á hernaðarviðbúnað með gagnkvæmum samningum sem auka gegnsæi og traust, alveg eins og hyggnir þjóðarleiðtogar gerðu á efstu dögum kalda stríðsins. Í Gerplu Halldórs Laxness segir norskur bóndi við Þormóð Kolbrúnarskáld: „Í styrjöld munu þeir einir miður hafa, er trúa stáli.“”
Yfirlýsing Katrínar Jakobsdóttur á friðarráðstefnu í Hörpu (The Imagine Forum Nordic Solidarity for Peace): “Við eigum að setja stefnuna í átt að friði, ekki frekari hernaði.”
Það er áhyggjuefni þegar hugur fylgir ekki máli og ráðamenn hafi gert afdrifarík mistök með því að ganga til liðs við hermang sem ógnar framtíð okkar.
Íslensk stjórnvöld undir forsæti Katrínar Jakobsdóttir gerðust þátttakendur í styrjöld á erlendri grund og lýstu þannig yfir stríði við stórveldi sem er vopnað kjarnorkuvopnum. Hernaðarsérfræðingar telja nú meiri líkur en minni að þetta ástand þróist í styrjöld með kjarnorkuvopnum á norðurslóðum og Ísland skotmark.
Samkvæmt frétt sem var birt á vef Stjórnarráðs Íslands þann 25 mars 2024 ákvað ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að leggja til 300 milljónir af skattfé þjóðarinnar til kaupa á skotfærum fyrir stórskotalið erlend ríkis sem á í stríði við annað erlent ríki, og til viðbótar 75 milljónir króna til kaupa á öðrum hergögnum til að etja konum út í þessa styrjöld á erlendri grund. Áður hafði komið fram að Íslensk stjórnvöld höfðu tekið að sér að sjá um vopnaflutninga og greiða fyrir fjölda slíkra flutninga af skattfé þjóðarinnar. Í stað þess að fylgja þjóðaröryggisstefnu Íslands og eigin yfirlýsingum í hátíðarræðum til þjóðarinnar vann Katrínar Jakobsdóttur að því undir leiðsögn og forystu Bandaríkjanna að egna stærsta kjarnorkuveldi Evrópu til stríðs. Þessi staðreynd kom fram á fundi Katrínar með öðrum leiðtogum, m.a. forseta Úkraínu, en leiðtogarnir hafa verið að etja hvor öðrum til stuðnings við vopnakaup undir gróðavæntingum hergagnaðnaðarins. Í ljósi þess hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir framtíð þjóðarinnar er inngrip forseta nauðsynlegt til að tryggja að stjórnskipan og lýðræðislegur réttur þjóðarinnar til mikilvægra ákvarðana sé virtur.
Ísland gekk til liðs við NATO undir þeim formerkjum að um væri að ræða varnarbandalag til varnar árás á Íslensku þjóðina eða annað NATO ríki. NATO er félag fáeinna þjóða en ekki alþjóðastofnun samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Íslenskir ráðamenn eru komnir langt út fyrir sitt umboð frá þjóðinni þegar þeir eru farnir að taka beinan þátt í styrjöld á erlendri grundu í ríki sem ekki er aðildarríki NATO. Þetta samræmist einnig ekki samningnum um NATO, hvorki inngangi samningsins né 8gr. samningsins. Einnig er um að ræða brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöldum ber að fá samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir hverskyns hernaðaraðgerðum gegn annarri þjóð. Íslenskir ráðamenn hafa ekki umboð frá kjósendum til þátttöku í styrjöldum erlendis.
Ljóst er af framangreindu að þátttaka Íslands í styrjöld á erlendri grundu samrýmist ekki alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, samrýmist ekki yfirlýstum markmiðum Íslands sem aðildarríki að NATO, og er mikilvæg stjórnarráðstöfum og er þess getið í stjórnarskrá Íslands hvað ráðamönnum ber að gera þegar slíkt kemur upp:
Stjórnarskrá Íslands, í 16.gr. segir: “Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp við forseta í ríkisráði”.
Af þessu tilefni spurði ég í útsendingu RÚV með frambjóðendum til embættis forseta Íslands síðastliðinn föstudag fyrrverandi forsætisráðherra, forsetaframbjóðandann Katrínu Jakobsdóttur eftirfarandi spurningu:
“Bar Katrín upp við forseta á ríkisráðsfundi þá ákvörðun að kaupa vopn fyrir skattfé þjóðarinnar?”
Svar Katrínar kom verulega á óvart. Hún sagði breytingar á utanríkisstefnu Íslands að hverfa frá þeirri margyfirlýstu friðarstefnu Íslendinga að fara ekki með stríði gegn annarri þjóð og stuðla að afvopnun og friðsamlegri lausn deilumála félli ekki undir hlutverk forsætisráðherra samkvæmt stjórnskipan, það væri alfarið hlutverk utanríkisráðherra og á hans ábyrgð að taka ákvörðun um að hefja vopnakaup til stríðs á erlendri grundu utan NATO.
Fyrrum forsætisráðherra til fjölda ára fer ekki með rétt með og afhjúpar að stjórnskipan landsins er komin í uppnám. Svar Katrínar má skila þannig að utanríkisráðherra hafi verið fært einræðisvald yfir utanríkisstefnu Íslending og hann geti að eigin frumkvæði, án þess að spyrja kóng eða prest, skuldbundið Ísland í stríð gegn öðrum þjóðum. Samkvæmt upplýsingum fyrrum forsætisráðherra hefur utanríkisráðherra ótakmarkaða heimild til að nýta skattfé þjóðarinnar til kaupa á skotfærum fyrir stórskotalið stríðsaðila, utan NATO, þúsundir kílómetra frá ströndum Íslands í stríði sem hefur ekkert með Ísland eða varnir landsins að gera. Hér er um mjög hættulegt fordæmi að ræða sem getur ekki verið dutlungum eins einstaklings háð, afstaða þjóðarinnar þarf að liggja til grundvallar svo stefnumarkandi ákvörðun. Því er nauðsynlegt að forsetinn taki á þessum mistökum nú þegar.
Í stjórnarskrá segir um hlutverk forsætisráðherra: “Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.”
Einnig virðist sem forsætisráðuneytið hafi ekki tekið tillit til forsetaúrskurðar sem gerður var á Bessastöðum, 31. janúar 2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en þar segir að Forsætisráðuneyti fari með Stjórnskipan lýðveldisins Íslands og Stjórnarráð Íslands í heild, þar á meðal: Þjóðaröryggisráð, Almannavarna- og öryggismálaráð.
Hvernig samrýmist þetta yfirlýsingu Katrínar Jakobsdóttur fyrir framan þjóðina og tilvonandi forseta lýðsveldisins að hver og einn ráðherra fari með sitt málefnasvið samkvæmt stjórnskipaninni án samráðs við forseta Íslands, Alþingi eða aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar, og sú ákvörðun að umbreyta utanríkisstefnu þjóðarinnar heyri alfarið undir utanríkisráðherra og hans ábyrgð og forsætisráðherra eða forseti hafi þar ekkert hlutverk?
Fyrir utan þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp með túlkun forsætisráðuneytisins á stjórnskipan landsins, fæ ég ekki betur séð en Katrín Jakobsdóttir hafi farið rangt með þegar hún svarað mér og þjóðinni spurningunni. Hér eru myndir af Katrínu af leiðtogafundi 13. desember s.l., þar sem hún lagði á ráðin um vopnakaupin:
The Nordic countries have made solid and robust military contributions to Ukraine, including air defence systems, artillery systems and munitions, Leopard main battle tanks, armoured combat vehicles. The Nordic countries will continue their military support to Ukraine within the US-led Defence Contact Group framework. Accountability must be ensured. Yfirlýsing
Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir fór fram úr valdheimildum sínum með stuðningi við hernað, á svig við stjórnarskrá landsins og hefur einnig sniðgengið siðareglur sem hún sjálf skrifaði undir 6. desember 2023 en þar segir undir kaflanum Frumskyldur: “Ráðherra hefur almannahagsmuni ávallt að leiðarljósi í störfum sínum. Ráðherra hefur í heiðri lýðræðisleg gildi, mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Ráðherra starfar í anda gagnsæis, sannsögli, ábyrgðar og heilinda. Ráðherra sinnir starfi sínu af alúð, trúmennsku og heiðarleika. Hann beitir því valdi er fylgir embættinu á grundvelli laga og stjórnarskrár af hófsemi og sanngirni og án tillits til eigin hagsmuna. Og undir kaflanum Faglegir stjórnarhættir: “Ráðherra leggur sig fram um að eiga gott samstarf við samráðherra og tryggir viðeigandi samráð við þá um stjórnarmálefni.”
Skorað er á forseta Íslands að svara erindinu enda er það sjálfsagður réttur þjóðarinnar að fá upplýsingar um hvernig staðið var að ofangreindum ákvörðunum. Þetta mál þolir enga töf því fjöldi hernaðarsérfræðinga hafa að undanförnu lýst aukinni hættu á styrjöld á norðurslóðum og Ísland sé skilgreint sem skotmark. Það er fullkomið ábyrgðarleysi ef einum manni hefur falið að taka ákvörðun um þátttöku Íslands í stríði á erlendri grund. Síðast í dag birti RÚV frétt eftir tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands um að þeir séu að hefja heræfingar með kjarnorkuvopnum vegna ögrandi hótana Vesturlanda.
Virðingarfyllst,
ALÞJÓÐASTOFNUNIN FRIÐUR 2000
Ástþór Magnússon
Stofnandi Friðar 2000 og Forsetaframbjóðandi
Netfang: [email protected] - Sími: 4962000
Bréfið er hér: BrefTilForsetiIslands6Mai2024-3